fimmtudagur, janúar 23
Þetta er ÆÐI! Ég var loksins að hala inn Yahoo Messenger á tölvuna mína. Þar hafði ég í gamla daga mikil samskipti við Þóreyju systur og einhvern ítalskan fáráðling. Well, kemur í ljós að á þessu hálfa ári sem ég hef ekki verið með YM, þá hefur forritið orðið töluvert þróað. Núna er hægt að tengja myndavél við hana og talbúnað. Svo kemur ekki Ítalinn minn á netið, og voila! myndband af honum við tölvuna poppar upp á skjáinn minn. Ég er enn skellihlæjandi. Þurfti að segja honum að nei, ég væri ekki með neitt svona sophisticated hjá mér, svo ég gat ekki talað við hann eða sett myndir af mér á netið. En ég verð samt að segja það, að þetta er mjög ódýr leið til að tala við fólk heima. Svo ef einhver af mínum kæru vinum vill setja upp myndbandskerfi hjá sér, mun ég gera mitt besta til að reciprocata.
13:26