mánudagur, janúar 6
Það er allt eitthvað svo grátt þessa daganna. Jólasnjórinn lak í burtu í rigningunum miklu á nýársdag, og þó að snjórinn hafi reynt að snúa aftur, þá er umferðin í New York bara of mikil og gerir allt grátt og guggið. Og ég er að vera búin með skemmtibækurnar mínar sem ég var búin að spara fyrir jólin. Sem þýðir að ég á aðeins eftir að byrja að læra. gisp. Lífið er vont. Ég er núna í þriggja vikna fríi og kann ekki almennilega að meta það. Og síðan er Weasel að fara heim. Hans verður sárt saknað. Ég segi aðeins, við sjáumst að ári liðnu í Jerúsalem.
18:19