Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

mánudagur, janúar 20
 
Big John er loksins kominn heim frá Kaliforníu. Og því var skundað til Allisonar í gær til að bjóða hann velkominn. Og þar tók við enn eitt enskudeildarteitið. Edward setti á sig gula hárkollu, málaði sig, bætti við fegurðarblett þar sem Cindy Crawford er með fegurðarblett og gleymdi alveg að taka með í reikninginn að þessi nýji blettur gerði það að verkum að nú þurftum við að nota báðar hendur til að telja vörturnar á andlitinu. Little John, sem er anglófíli af verstu gráðu, og þar að auki með a bad case of heroworship for E. ákvað að þá þyrfti hann líka að mála sig, sem hann og gerði, en hann er því miður einn af þeim mönnum sem ætti ekki að koma nálægt rauðum varalit og maskara. Og ég, hvað gerði ég, ég lærði salsa. Liga sæta frá Lettlandi (sem by the way er einn besti Olsen Olsen spilarinn hérna í New York, og þar að auki hefur komið með interesting variation on an old Olsen theme) fór í gegnum sporin með mér og ég salsaði heim klukkan hálf fjögur.

10:03

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur