miðvikudagur, janúar 15
The agony! The agony! Hjarta mitt blæðir í dag. Ég gleymdi að horfa á Angel, besta þátt í heimi. Og ég er búin að bíða eftir þessum þætti síðan í byrjun nóvember síðastliðnum, þegar síðasti þáttur fyrir jól var sýndur. WB, sjónvarpsstöðin sem sýnir Angel, var mjög vond og færði sýningartíma Angels yfir á miðvikudaga, í staðinn fyrir sunnudagana eins og þættirnir hafa hingað til verið sýndir á. Sem þýðir, að innri sjónvarpsklukka Brynhildar fór ekki í gang á réttum tíma. Ég missti af Angel. (og já, Ása, þetta þýðir að ég tók hann ekki upp...)
Hvað var ég svo að gera þetta afspyrnukalda miðvikudagskvöld eruð þið ef til vill að spyrja ykkur? Ég var að heimsækja fyrirheitnalandið, vísindaskáldsöguútgáfufyrirtækið Tor. Helen vinkona vinnur sem sjálfboðaliði við að lesa yfir handrit og ljósrita á þessum yndislega vinnustað og leiddi mig glowy-eyed into this Arcadia. Bækur bækur bækur út um allt. Bækur í bókahillum, bækur á skrifborðum, bækur á stólum, bækur á gólfinu. Það flæddi bókstaflega (LOL) bókum yfir vinnustaðinn. Og, eins og mig hefur lengi grunað, þá vinna bara nördar þarna, adorable strákar sem hanga daginn út og inn í Nexus á Hverfisgötunni. Þar hittum við þrjá vinnufélaga Helenar, fórum út að borða á tælenskum veitingastað, og skunduðum niður á KGB barinn, nýjasta rithöfundabúllan í New York, sem á skömmum tíma er orðin einn vinsælasti staðurinn meðal menningarelítunnar hérna til að sýna sig og sjá aðra, og hlusta á unga og upprennandi sem og gamla og fræga rithöfunda blaðra í míkrófón. Ég myndi lýsa staðnum, en ég er það þreytt að ég get ekki klambrað saman setningum af minni gamalkunnugri snilli. Svo það verður að bíða betri tíma. Svaf standandi á staðnum meðan ég hlustaði á tvo rithöfunda lesa úr fantasíubókmenntum sínum. Hverjir, hef ekki hugmynd. Eignaðist síðan nýja vinkonu þetta kvöld. Ein konan sem við vorum með í hóp, vinkona Helenu, er upprennandi rithöfundur sjálfur. Hún er að ljúka við sína fyrstu skáldsögu, níuhundruð blaðsíðna fantasíudoðrant. Hún er öfgakúl. Við þrjár erum búnar að einsetja okkur að hittast sem fyrst aftur saman þrjár og gera eitthvað merkilegt. En, eins og áður segir, meira um það síðar.
23:00