Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

fimmtudagur, desember 5
 
Vá. Ég hef farið í Grolier. Grólíer klúbburinn er bókaklúbbur staðsettur hérna í New York. Klúbberinn var stofnaður árið 1884 þegar bókasafnarinn Robert Hoe kallaði til átta aðra bókaunnendur sem allir voru sammála um að prentun og útgáfa bóka er æðsta skemmtun mannskepnunnar. Síðan þá hefur klúbburinn farið vaxandi, og er núna staðsettur í sex hæða húsi sem er troðfull af bókum um bækur og bókaútgáfu. Get ég orðið meðlimur? Nei. Til þess að verða Grólíeri þarf að fá meðmæli frá fimm öðrum meðlimum stofnunarinnar. En hins vegar get ég nýtt mér bókasafnið þeirra og setið í mahóganí stólunum þeirra og lesið meðan gömlu málverkin stara á mig.

Það er sem sagt stanslaust (er þetta íslenska?) stuð í Kólumbíu. Í gær fór ég t.d. á fyrirlestur sem bar heitið "Hope for Healing? Sexual Politics, Civil Rights and Religious Conversions in the Ex-Gay Movement." Ung fræðikona að nafni Tanya Erzen hélt þennan fyrirlestur. Erzen skrifaði doktorsritgerð um afhommunarhreyfinguna í Bandaríkjunum. Hún eyddi átján mánuðum í New Hope Ministry þar sem hún tók djúpviðtöl við meðlimi og reyndi að komast að því hvernig hreyfingin virkar og af hverju meðlimir þeirra tóku þá ákvörðun að afhommast. Þetta var hreint út sagt alveg stórmerkilegur fyrirlestur.

Það sem mér fannst einna áhugaverðast var próblematískt samband kirkjunnar við aðra hægriöfga kristnar hreyfingar í Bandaríkjum. New Hope er ásamt öðrum afhommunarkirkjum undir regnhlífarsamtökunum Exodus. Exodus er rekið undir áhrifum hægriöfga hreyfingarinnar hérna í Bandaríkjunum. Hægriöfgahreyfingin, sem við á Íslandi þekkjum kannski helst í gegnum predikera á þeirra vegum eins og Jerry Falwell og Benny Hinn, er gífurlega fjársterk, hefur ótrúlega mikil pólitísk áhrif og hugmynd þeirra um samkynhneigð er að hún er djöfulleg og að það ætti að handtaka alla homma. (Já já, ég geri mér alveg grein fyrir að þetta er einföldun á málefninu, en þar sem ég er að skrifa ritgerð um Rochester, hef ég ekki tíma til að segja meira.) Litlar kirkjur eins og New Hope nýta sér peninga og útbreiðslu hægriöfgahreyfingarinnar til að koma málstað sínum á framfæri og hægriöfgahreyfingin nýtir sér litlar kirkjur eins og New Hope til að sýna fram á að samkynhneigð sé afbrigðileg og að hægt sé að lækna hana. Á sama tíma ríkir mikil tortryggni milli þessara tveggja hópa. New Hope, sem þegar allt kemur til alls, er byggt upp af (fyrrv.) samkynhneigðum sem hafa orðið fyrir barðinu á hægriöfgaflokkum í gegnum tíðina, treystir boðskap hægrihreyfingarinnar engan veginn. Hægriöfgamennirnir á sama tíma finnst ekki sérstaklega þægilegt að vinna með kirkjum sem eru troðfullar af hómóum. (OK. Veit að þetta er enn mjög mikil einföldun).

Erzen fór vel og hlutlægt yfir starfsemi New Hope og yfir próblematísk sambönd kirkjunnar við umheiminn. Og áhorfendur hlustuðu kurteisislega á, þegar hún fór yfir kirkjuna og hvernig hún hugsaði og talaði um hvernig kirkjan leit á lækninguna (kemur í ljós að grey meðlimir kirkjunnar eru ekki að læknast, þ.e. í hefðbundnu merkingu orðsins, og eins og þeir segja sjálfir þá eru þeir ekki að verða gagnkynhneigðir, heldur eru þeir að endurfæðast í Kristi og ætla að reyna að fylgja öllum kenningum hans um kynhneigð. Which beg the question, hvenær talaði Kristur um samkynhneigð? Ef ég man rétt, þá eru flestar, ef ekki allar, biblíugreinarnar sem fordæma samkynhneigð í gamla testamentinu. Endilega, ef einhver veit meira, skrifið mér!). Þegar fyrirlesturinn var búinn, fóru áhorfendur þó að flissa, þótt að auðvitað hafi það verið alveg ótrúlega óakademískt að flissa að kirkjumeðlimum (jeg meina, mynduð þið flissa að íbúum smáþorps í Tansaníu eftir að hafa hlustað á fyrirlestur mannfræðings um líf í þorpinu???). En hvað get ég sagt? Við vorum öll últralíberal akademíkerar í hinseginfræðum og feminískum fræðum, að heyra um kynferðislegan sértrúarsöfnuð.

Setning dagsins kom þó fram í lok fyrirlestursins þegar einn áhorfandinn sagði: "Well, sexual identity is always in a state of flux. I mean, all my girlfriends' ex-girlfriends are now ex-gay. What is the difference between New Hope's sexual fluidity which we consider suspect and the evidence of this flux in our near surroundings which we consider to be normal?"

En til þess að ljúka þessu með ákveðnu jafnvægi, þá sé ég að ég er búin að gefa krækjur í tvær kristnar exgay hreyfingar. Til þess að allt er slétt og hreint, þá gef ég hér með krækju í Human Rights Campaign, Working for lesbian, gay, bisexual and transgender equal rights. Og til þess að eigin fordómar komi í ljós gef ég hér með krækju í greinina "Mission Impossible: Why Reparative Therapy and Ex-Gay Ministries Fail".

17:19

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur