þriðjudagur, desember 31
Vá! Það er massa stuð hjá mér. Klukkan er fimm, og ég var að komast að því að eftir klukkutíma byrjar bein útsending frá áramótaskaupinu á ruv.is! Jibbíjey! Núna er ég að horfa á lélega sirkúsinn sem er einnig orðin nokkurskonar áramótahefð. Ég skil ekki hvernig fólk fór að því að búa í útlöndum áður en netið kom til. Partístússið í New York byrjar ekki fyrr en eftir fjóra fimm tíma. Er að safna kröftum...
17:14