laugardagur, desember 28
Nú hef ég fengið alvarlegar athugasemdir fyrir að hafa kallað Star Trek Nemesis "ÆÐISLEGA". Ég segi hér með að ég stend fast við orð mín. Ég hef ekki skemmt mér eins mikið á Star Trek og, well, síðan á The First Contact. Myndin var hin fullkomna afþreying fyrir hardkore Star Trek aðdáendur. Hún hafði góðan söguþráð, hafði fínar tilvitnanir í eldri myndir og sjónvarpsþætti, var yndislega hallærisleg, og vondi kallinn var major sexí. Hann gekk um, ungur, klónaður og krúnurakaður, í latexi og leðri, með öfga stórar axlir og minnti dáldið á Pinhead í Hellraiser (nema auðvitað myndarlegur og án allra pinna í andlitinu, já og lifandi). Shiver shiver. grrrr. Eina sem var að myndinni, var mjög disturbing kynlífsatriði með grey Riker sem er orðinn gamall og feitur, en er ennþá "sex symbolið" í þáttunum. Eugh and eugh again. En það voru aðeins fimm sekúndur (ah, these old guys) í tveggja tíma Star Trek Fiesta. Whoopla!
22:54