Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

sunnudagur, desember 22
 
Jæja. Loksins Hallelújah. Ég er komin með netið aftur. Hins vegar er smá vandamál. Kemur í ljos að netið er allt í lagi. Það sem er ekki nógu gott er að það er bara komið á tölvuna mína. Hailey er enn netlaus. En NENNI ekki að laga það. Annars hef ég eins og venjulega engan tíma til að skrifa. Í dag þarf ég að þvo þvott. Taka til í skrifstofunni minni svo að Þórey komist inn. Kaupa mat fyrir jólin. Kaupa jólagjafir. Fara á Lord of the Rings. Og eitthvað sem ég er alveg örugglega að gleyma. Allison elskan átti ammæli og hélt alveg furðulegt boð í the Meatpacking District. Suddahverfi það. Fór heim snemma og skildum Allison eftir í ógeðslegustu krá heimsins sem lyktaði af gubbi og öðrum unspeakable essences þar sem bandarísk kántrímúsík var í botn og bandarískar stelpur dansandi á kráarborðinu. Jesus. Meikaði þrjár mínútur þar inni og fór heim með Helenu og belganum Arne þar sem við töluðum um póstmódernískar kenningar og stöðu okkar sem bókmenntafræðingar í nútímasamfélagi. For five hours. LOL. Það var skemmtilegt. Það er greinilegt hvað ég skemmti mér bestt við að gera. Er búin að fá eina einkunn í skólanum, A í frönsku. Gisp. Vil ekki fá hinar.

12:33

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur