Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

fimmtudagur, desember 12
 
Jæja. Núna eru sex tímar þangað til að ég þarf að skila inn fystu ritgerðinni minni. Tvær fylgja eftir á morgun og ein í næstu viku. Gisp. Ég held að fæstir geti giskað á ástand skrifstofu minnar núna (I take that back. Flestir sem þekkja mig ættu að vita). Skrifstofan mín er 16 fermetrar, 4X4. Þegar gengið er inn í hana blasir gluggi við gestum og gangandi, gluggi sem vísar inn í afar ljótt lokað pláss og þar sem gluggatjöldin duttu niður fyrir þremur vikum, geta íbúar þriggja íbúa starað á mig við tölvuna, if they so wish. Á hægri hönd er fataskápurinn minn og skrifborðið. A.m.k. á skrifborðið að vera þar. Ég hef ekki séð það í tvær vikur þar sem það er hlaðið bókum og mismunandi blöðum. Fyrir framan ofninn, fyrir neðan gluggann, eru sex staflar af bókum og mismunandi blöðum. Leiðinn til gluggans er fraught with hazards for the weary traveller. Ekki er hægt að ganga þangað án þess að stara niður á gólfið, því að gula íkeateppið mitt er hulið blöðum sem liggja forlornly og bíða yfirlesturs, og nokkrum afar pathetic hrundum bókastöflum. Förum aftur í dyragættina. Á veggnum á vinstri hönd og vinstra meginn við gluggann eru bókaskápar. Á veggnum sem dyrnar eru á eru aðrir bókastaflar, aðeins þrír í þetta skipti. Af hverju aðeins þrír, jú vegna þess að þar eru einnig þrír kassar troðfullir af skjölum sem mér hefur ekki enn tekist að troða í skjalaskápinn sem komið hefur verið haganlega fyrir fyrir neðan skrifborðið. Hmm. Já og tvö stofuborð. Eitt er í horni skrifstofunnar, sem er lengst frá skrifborðinu, og því er það tiltölulega hreint. Núna þegar ég stari á það virðast mér aðeins þrjár ritgerðir liggja þar. Hvert er ég komin? Já, ég er gengin frá hurðinni og hef sest niður við skrifborðið. Þar finn ég þrjár tómar tveggja lítra dæet vanillukókflöskur og eina hálffulla og volga. Sem og þrjá tóma kaffibolla. Mér á hægri hönd hef ég dregið hitt stofuborðið. Þar finn ég sautján bækur, þar af þrettán frá bókasafninu, fimm ritgerðir, tvo plastpoka, tvö tímarit, sjö ljósritaðar bækur sem ég hef ekki ennþá bundið inn og (ó nei) annan kaffibolla í viðbót. Mér á vinstri hönd, glugginn. Þar stendur Godzilla mín og þegar ég gefst upp á ritgerðinni minni, eða þegar lélega tölvan mín frýs í fimmtaskiptið í dag, þá ýti ég á takka og hún öskrar og teygir hrýstruga hálsinn sinn og kremur þyrlu og Empire State bygginguna. Mjög satisfying, I must say. Nuff said. Er farin að lesa yfir ritgerðina og cut and paste.

10:27

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur