laugardagur, desember 28
Jæja. Fyrir alla filistínana heima á Íslandi, þá er MoMA svo mikið sem The Museum of Modern Art, eitt stærsta, ef ekki það stærsta, nútímalistasafn í heimi. Sem stendur er það staðsett í úthverfi New York, þ.e. í Queens. Verið er að byggja glæsilegt fimmhæða hús í miðbæ Manhattan, en þar sem Bandaríkjamenn eru ekki Íslendingar, þá hafa sýningarsalir verið opnaðir á öðrum stað í millitíðinni. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki mikið fyrir list sem sýnir ekki dumbrauða og gyllta liti, og svo sem einn satíra eða tvo, en það var nú stuð að fara á safnið. Alltaf gaman að sjá alla listamennina sem við höfum lesið um í listasögu og gera sér grein fyrir að ef ég rétti fram litlafingur, get ég snert efni sem þessir frægu dauðu guttar snertu (það er auðvitað ef mér er nokkuð sama um að vera handtekin).
Í kvöld fórum við Þórey svo á spaugsýningu (hvað heitir þetta á íslensku annars... já uppistand). Það var svo sem ágætt, en ég verð að viðurkenna að bíómyndirnar í gær og billjardkvöldið þar áður var nú skemmtilegra. Enda hef ég aldrei haldið því fram að ég sé mikið fyrir hámenningu. Ahem...
Já og hallelúja! Kids In the Hall eru til sýnis hérna í Bandaríkjunum, nánar til tekið í The Museum of Radio and Television (I know I know, that's my spot!). Svo að við Þórey skundum aftur í úthverfin á morgun og vonum bara að við náum flugvélinni hennar um kvöldið.
22:33