mánudagur, desember 16
Ég hef fengið tvær athugasemdir við pistlinum hér fyrir neðan. Sú fyrri var: "Ok Binna.....a madur sem sagt ad skilja tad svo ad tu hafir Pfofad??? Og ef svo er "Hvad er ad koma fyrir saklausu Reykjavikurmaerina" uti i hinum stora heimi!!!!" Sú seinni var "[Þú ert] greinilega ekki nægilega neikvæð.....þú gafst það aldrei skýrt til kynna í pistlinum að þú afþakkaðir....heldur tönglaðist á að vitna í aðra kennimenn." Ég sé að bókmenntafræðimenntunin er að koma sér til skila. Ég er búin að mynda með mér þann hæfileika að skrifa langan texta án þess að segja neitt. Viva la obfuscation. Hvað væri lífið (lesist: texti) án tvíbendni?
00:37