mánudagur, desember 9
Ég hef aldrei gert mér grein fyrir því hve ritstjórar eiga það erfitt. Svo ég er að útbúa míníútgáfu af Oroonoko eftir Öfru Behn. Ég er búin að útvega mér afrit af fyrstu fjórum útgáfum verksins, tvær sem komu út 1688, ein 1696 og ein 1698. Og ég er búin að lesa þær yfir og skrifa niður alla staði þar sem kommur eru á mismunandi stöðum, þar sem orð eru stafsett á vitlausan máta og svo framvegis. Og núna þarf ég að ákveða hvaða breytingar ég á að gera á textanum. This is very irritating.
22:30