Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

þriðjudagur, desember 31
 
Ég er flúin inn á skrifstofuna mína. Ég kom heim í dag um hálfellefuleytið eftir að hafa setið í þrjá tíma í Prep for prep húsinu að fara yfir ritgerðir hjá ungum krökkum sem eru að sækja um háskóla hérna í Bandaríkjunum (sjálfboðaliðastarf, gisp). Eftir að hafa setið á fokdýrum veitingastað að treina súpuna mína og kókglasið mitt með Japana í deildinni minni sem er í ástarsorg OG á leiðinni til London (a worse fate I cannot imagine), kem ég heim, dauðþreytt, og byrja að glápa á sjónvarp í fyrsta skipti í viku. (Já, Þórey systir er greinilega farin heim...) Og ógeð ógeð ógeð finn ég á Discovery channel. Heimildamyndaþáttur byrjar sem hljómar rosalega vel -- þátturinn fjallar um hvernig skurðlæknar byggja upp líkamann aftur eftir slys og sjúkdóma. Eftir að hafa setið, niðurgrafin í teppinu mínu, með báðar hendurnar fyrir augunum, og pírt á sjónvarpsskjáin meðan ég horfi á brjóst konu opnað (með því að taka af geirvörtuna), allt að innan skafið uppúr, hvernig maginn hennar var opnaður, kjötflykki tekið úr honum og skorið og klippt þangað til að það er jafn þungt og lítur eins út og kjötflykkið sem tekið var úr brjóstinu, hvernig þetta nýja kjötflykki er síðan troðið inn í brjóstið og taugar og æðar endurraðað, er ég að því komin að hrópa upphátt (sem ég má alls ekki gera þar sem klukkan er hálftvö að nóttu til og ég er ekki einsömul hérna í tveggja manna íbúðinni minni). Ég flý samt ekki fyrr en ég sé nálgast á skjánum eitthvað verkfæri sem lítur út eins og hamar, og byrjað er að tala um hvernig bein eru löguð til. I am off to bed. Or not.

Ég minntist á hvernig ég væri kona eigi einsömul. Bróðir hennar Haileyjar íbúðarfélaga er semsagt í heimsókn í New York yfir nýja árið. Hann lítur út eins og karlkynsútgáfa af Hailey og heitir Joð eitthvað, Justin eða Jason eða eitthvað svoleiðis. Maðurinn er alveg týpísk steríótýpa af Kaliforníubúa (soooo Cali, eins og við Bandaríkjamenn orðum það). Maðurinn ætlar actually að eyða áramótunum með því að taka þátt í miðnæturhlaupi í Central Park núna á morgun. Djísus.

Talandi um áramót. Hef ekki GRÆNA hvað ég ætla að gera, ef eitthvað. Er mest í skapi til að gera ekki neitt, planta mér fyrir framan bók, með afganginn af jólaBaileysflöskunni mér við hlið og góða tónlist í græjunum.

Mig langaði að enda þetta á því að fá að vera póstmódernisti í smá stund. Eins og allir hafa væntanlega tekið eftir, fann ég þýðingarþjónustu á netinu sem þýðir milli ensku og íslensku. Væntanlega hafa líka allir tekið eftir að þýðingunum sem þjónustan bíður upp á er ekki alveg gúddí gúddí. Nú langar mig að þýða færsluna mína sem þýðingarforritið þýddi í gær frá íslensku yfir á ensku, aftur yfir í íslensku. Þeir sem hafa áhuga, geta borið útgáfurnar tvær saman. Þetta var sem sagt upphaflega dómur um nýju Star Trek myndina...
  • Í dag hef ÉG fengitími alvarlega athugasemd borga hræsni til hjúfra sig upp til á brjósti kalla Stara Laga kaffi Hefndargyðja " eins og vitlaus væri ". ÉG segir hér með hjúfra sig upp til ÉG ódaunn á sléttu loka orð minn. ÉG hef ekki kitla ég sjálfur a ) heitur á Stara Laga kaffi og , heilbrigður , þá á The Fyrstur Snerting. Mynd var hin tútna út slökun borga hræsni til hardkore Stara Laga kaffi aðdáendur. Hún hafði góðan dag söguþráður hafði fínar tilvitnanir inn í eldri maður mynd og sjónvarpsþtti var dásamlegur órólegur , og vondi æpa var majór sexí. Hann gekk óður í , unglegur , einrækt og krúnurakaður , inn í laterít og leðri , með öfga stór axlir og minn dáldið á Títuprjónshaus inn í Hellraiser ( alger auðvitað myndarlegur og án allra nýjasti pinnahæll inn í andlit , já og lifandi ). Hrollur hrollur. grrrr Loka fyrir hvern var hjúfra sig upp til myndinni var mjög trufla kynlífsatriði með vansæll manneskja Riker hvern er orð hlýja - yfir og heilbrigður fed , á meðan er enn " sex táknrænn " inn í hluti. Eugh og eugh mótmæla. Á meðan there voru eini fimm sekúndubrot ( æ , þessir gamall krakkar ) inn í tveggja deilda stundlegur Stara Laga kaffi Helgihátíð. óp

02:13

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur