Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

mánudagur, nóvember 11
 
Why I'll be damned. Kemur í ljós að litla systir er að koma hingað um jólin svo að ég verð ekki ein í stórborginni hættulegu. Whoopla hooplí. Reyndar kemur hún bara yfir jólin svo það er AFAR takmarkað hvað hún getur séð hérna í NY af listasöfnum og listaskólum. Þar sem greyið er auðvitað í þeirri stöðu að útskrifast núna í vor og vita ekkert hvað hún á að gera í framtíðinni. Ég, thank god, þarf ekki að hafa áhyggjur af því næstu sex árin. Nema auðvitað (7,9,13) að mér verður hent út úr prógramminu núna í vor þegar ég fer í gegnum evaluation hvort ég megi halda áfram í doktorinn eftir að hafa fengið meistararéttindi.

Meistararéttindi. Hummph. Ég verð að viðurkenna að þetta hljómaði miklu meira impressive í gamla daga, áður en ég fór í háskóla. Ég er ennþá appalled yfir því hvernig fólk er leyft að útskrifast án þess að hafa grunnþekkingu í hinum og þessum hluta námsins. Reyndar sagði einhver spekingur einhvern tímann að því meiri menntun sem kona hefur, því meira veit hún af því sem hún veit ekki. Eða eitthvað í þá áttina. En getum við sagt að níu ár af framhaldsmenntun fari í það að læra að læra, að læra að lesa og læra að vita af því sem við vitum ekki. Þetta er spurning sem ég á eftir að glíma við næstu árin. eða ár. Gisp.

Annars er massa fyndin saga. Í eftirpartíinu á föstudagskvöldið síðasta fórum við nokkur til Allyson vinkonu og héldum áfram að sumbla fram á morgun. Í fylgd með okkur var einhver strákur sem við þekktum ekki neitt, sem sat þarna í sófanum hennar Alyson í fjóra tíma og sagði ekki neitt. Og allir voru í góðu stuði, skiptust á confidential sögum af vandræðalegustu augnablikum lífs okkar, drykkjuskap, eiturlyfjanotkun (nei amma, ég hafði ekki neitt að segja um það.hinsvegar voru Kaliforníubúarnir duglegir að safna þannig sögum) og sottleiðis. Og ekki sagði strákurinn neitt. LOL. Kemur í ljós að hann útskrifast næsta vor frá The Union Theological Seminary sem prestur í Meþódista kirkju Bandaríkjanna. Grey Alyson fór í kerfi þegar ég sagði henni það í dag. LOL. Vill ekki segja af hverju.

Anyways. Er að procrastinata núna. Á að vera að vinna að fyrirlestri sem ég á að halda á morgun um elsku Lord Rochester. Am so bad.

19:01

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur