Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

laugardagur, nóvember 23
 
Vá. Það er alveg geðsjúkt drama komið af stað hérna meðal fyrstuársnema í enskudeildinni í Kólumbíuháskóla. Og ég komst að því öllu á öldurhúsum NYborgar. En þetta er reyndar kallað að byrja in media res. Ég ætti kannski núna að hoppa aftur til föstudagsmorguns og byrja á réttum stað. Allt hefst þetta í rúminu mínu í íbúð 52, 540 vestur 122. strætis. Ung stúlka liggur í rúminu og þegar síminn hringir. Hún rumskar og hrýtur hátt og teygir sig í símann, ekki paránægð að einhver skuli vera að vekja hana klukkan ellefu að morgni til. Þegar símtólið er komið á réttan stað og snýr í rétta átt, glymur í eyrnarmergnum rödd að heiman. Unga stúlka, þú ert ekki búin að skila inn réttum eyðublöðum til Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Unga stúlka, ef þú skilar þeim ekki á réttum tíma, þá missir þú lánið. Unga stúlka, það er búið að loka skrifstofu Lánasjóðs ungra námsmanna þar sem fimm tíma tímamismunur er á löndunum tveimur. Eins og píla skýst umrædd ungastúlka upp úr rúminu, skellir á símann og hleypur af stað niður á skrifstofu í skólanum til að redda þessu. Þar sem hún þarf að hanga næstu tvo tímana þar sem kemur í ljós að bandarískar skólaskrifstofur eru alveg sérlega illa skipulagðar, vita ekkert hvað þær eigi að skrifa hvar, hafa ekki einu sinni stimpil á svæðinu og nota tippex meira en penna.

Og hvað svo, Jú, Binna (sem eins og glöggir lesendur hafa vænantanlega getið sér til, er umrædd unga stúlka) missir af alveg dúndur fyrirlestri sem átti að vera á hádegi á föstudaginn og fjallaði um stöðu samkynhneigðra í lagakerfinu í Bandaríkjunum. Gisp.

En í staðinn fór ég eitthvað að vesenast eftir tímann á föstudaginn. Sat þar með gamla góða genginu (ég er sem sagt komin í gengi, whoope, Helen, Allyson, Big John, Little Jon, Edward og Jeanette) og fórum hingað og þangað þar til ég rölti aftur heim um fjögurleytið.

Annars er ekkert sérstakt frá þessu kvöldi að segja. Allt mjög fyrirsjáanlegt þetta kvöld. Nema helst hvað að við Helen og Allyson seldum sálir okkar til Bílsibúbbs og gerðum blóðsamning þá um kvöldið að standa saman í að taka yfir akademíska fræðiheiminn í feminískum bókmenntagreiningum.

Kvöldið sá einnig stofnun félagsins "The Decadent Academics", skóli sem mun seinna meir lifa í manna minnum eins og Yale hópurinn og Frankfurt hópurinn. Meira seinna.

Já og kemur í ljós að Little Jon er í massa vandræðum fyrir að hafa ekki myndað nægilegan þykkan akademíupólitíkarskráp. Eins og ég hef ýjað að áður, þá skiptir miklu máli hvort vinasambönd séu mynduð við meistaranema sem fara á næsta ári eitthvað annað og hina sem halda áfram með okkur í doktorsnáminu. Nú, Jon er eins og ég til sex ára hérna í skólanum. Elsku Ellen, sem er líka hérna til sex ára og er með litla Jon í miðaldarfræðiskori námsins, lét detta út úr sér móðgandi athugasemd um eina stúlku sem Jon var með í BA námi í Washington og er hérna í prógramminu til eins árs. (Móðgandi, ha, hún kallaði hana heimska, athugasemd sem ég, þar sem ég er með umræddri stúlku í tveimur tímum, skil alveg...) Anyways, Jon var fjúkillur, fór til umræddrar stúlku og lét hana vita að Ellen hefði sagt þetta um hana og að hún hefði "óvin í deildinni". Djeesus. Strákar. Eins og við mátti búast er Ellen núna fjúkill út í Jon og vill helst ekki tala við hana. Umrædd stúlka líður ekki betur, heldur hreinlega verr að heyra að fólk hefur verið að baktala hana og hefur hagað sér öfgafurðulega í bekkjum undanfarnar vikur. Og ég skemmti mér konunglega við að fylgjast með þessari dramatík.

Langar að byrja aftur í skilmingum. Don't know why, though...

20:42

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur