Kapallinn datt niður aftur heima hjá mér. Ég er búin að vera í skjálftakasti núna síðustu vikuna þar sem ég hef verið á cold turkey af netnotkun. En mér tókst að setja hann aftur upp. Reyndar hef ég ákveðinn grun um að á sama tíma hafi mér tekist að loka fyrir veftenginguna hjá Hailey meðleigjanda. En hún getur bara sjálfri sér um kennt þar sem hún þykist eitthvað vera í New Orleans í brúðkaupi.
Það er annars allt að verða vitlaust hérna í Kólumbíu. Þurfti að skrifa tvær míníritgerðir í þessari viku líka og hafði afar lítinn tíma fyrir það þar sem eins og venjulega tókst mér að eyða helginni í ekki neitt nema afslöppun og úberslökun. Núna hefst alvaran. Ritgerðarsmíðar eru hafnar. Ég ætla að byrja á morgun... Hef reyndar ekki grænan grun hvað ég á að skrifa um í hverjum tíma, en þarf að fara finna litinn nú þegar þar sem blaðsíðurnar eiga að vera samtals áttatíu. Gisp.
Það er síðan ótrúlega margt búið að gerast í prívat/félagslífinu hérna í NY, en þar sem ég hef einhvern veginn enga nennu í að koma því á blað, þá lifnar það líklegast við í ímyndun ykkar í staðinn í technicolor.
Annars er Derrida ekki lengur guð. Einn síðasta árs nemi sagði mér slúður um hann og einn kvenprófessorinn minn. Not a pretty sight. blrrr.r.
Annars er Valerie Traub að koma til Kólumbíu og heldur fyrirlestur á miðvikudaginn og kemur í einn bekkinn minn á fimmtudaginn að tala við okkur prívat. Þurfti einmitt að skila gagnrýni á nýju bókinni hennar núna í gær og kennarinn minn, Jean Howard, sagðst ætla að sýna Valerie Traub the selected few. Almáttugur. o.s.frv. En ég hugga mig við það að ég á eftir að fara í kokkteilboð til Jean á miðvikudaginn eftir almenna fyrirlesturinn svo þar ætti ég að hafa tækifæri til að smúsa upp við Valerie svo hún taki gagnrýninni minni (sem var auðvitað beinskeitt og hárbeitt) (LOL, eða eins og lítilfjörlegur fyrstaársnemi getur gagnrýnt upprennandi stjörnu í akademíunni) vel.
18:00