Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

sunnudagur, nóvember 3
 
Jæja. Þá er Halloween komin og farin. Og ég fór aðeins í eitt Halloween partíið af þremur sem ég ætlaði að fara í. Kemur í ljós að á sjálfri Hrekkjavökunni þurfti ég að sitja heima og klára ritgerð sem átti að koma inn daginn eftir. Klukkutímum saman sat ég við tölvuna mína og reyndi að finna eitthvað intelligent og pertinent að segja um tvær bækur sem nýlega komu út um endurreisnarEngland. bleugh. En ég bætti upp fyrir það daginn eftir...

Eins og alþjóð veit, þá eru engar vísindaferðir í bandarískum háskólum. Í staðinn höfum við fyrirbærið "colloquiums", eða leshópar. Það gengur þannig fyrir sig, að við stúdentar komum okkur um einhver efni sem við viljum lesa greinar um og tala um, fáum pening frá deildinni, og höldum kvöldleshópa sem sitja og hafa vitrænar umræður með rauðvínsglös í annarri hendi og illa lyktandi osta í hinni. Venjulega koma hóparnir sér saman um einhver mikilvæg efni, svo sem póstkólóníalísk fræði, átjándu aldar þýskar bókmenntir eða hýrar tuttugustu aldar bandarískar bókmenntir. En síðan eru það líka leshóparnir sem eru blatantly afsökun fyrir að fá ókeypis partí. Eins og í gær. Ég og nokkrir busar fengum inspiration þegar við sátum á krá fyrir þremur vikum síðan. Við sóttum um peninga frá deildinni og fengum til að halda "leshóp" fyrir busanna á þessu ári. Eins og við sögðum deildinni, þá vildum við deila með okkur þeirri þekkingu sem við erum að fá í okkar mismunandi námskeiðum og tala um erfiðleikana við að byrja í framhaldsnámi. Eins og þetta er í rauninni: sötra rauðvín og skiptast á slúðri um kennarana. Ég staulaðist heim klukkan fimm aðfaranótt laugardags eftir skemmtilegt kvöld niðrí miðbæ á suddalegri djasskrá, Smalls.

Thank god að það er frí í skólanum núna á morgun og á þriðjudaginn vegna kosninganna. Ég fæ tækifæri til að bæta upp fyrir allan lærdóminn sem ég ætlaði að stunda núna um helgina en gerði ekki, þar sem ég eyddi henni í afslöppun, slökun og catching up with old friends.

22:25

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur