þriðjudagur, nóvember 19
Jæja. er enn að prókrastineita. En í þetta skipti hef ég góða ástæðu. Tveir sveittir verkamenn vinna nú hörðum höndum við að setja upp hurð á holuna sem ég kalla skrifstofu. Og ekki get ég unnið við þær aðstæður. Hávaðinn og bleugh. Hef því kveikt á netútvarpinu og skemmti mér við að gera ekki neitt nema hangsa. Vildi þó óska að ég hefði ekki farið í mánaðarlega heimsókn mína á íslensku veffjölmiðlana. HELLO. Nick Cave að spila á Íslandi. Og ég ekki þarna. Grrr.
11:44