Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

föstudagur, nóvember 22
 
Jibbí jey og hallelúja. Ég er búin að halda fyrirlesturinn minn og kennarinn minn fílaði hann í botn. Eins og alþjóð veit er ég búin að vera rífa í hárið á mér síðustu vikuna vegna þess að ég þurfti að halda fyrirlestur í tímunum mínum með Jean Howard (sem í dag er frægust fyrir það að kalla ritgerð sem ég skrifaði fyrir hana "untheoretical", sjá hér fyrir neðan...) og í þessum tíma höfðum við í heimsókn eina Kim Hall sem er algjört æði og súperstjarna í race studies í Bandaríkjunum og við höfum verið að lesa síðustu mánuði. Anyways. Fyrirlesturinn var algjört æði. Fólk actually hló hér og þar að honum þar sem ég komst sérlega vel að orði og flutti sérlega vel með dramatic flair, og líka kennararnir. Og eftir upplesturinn spunnust miklar umræður, eitthvað sem sjaldan gerist eftir stúdentafyrirlestur og ég var spurð að hinu og þessu og gat svarað öllu! Svo eins og þetta var, þá sat ég á einum enda háborðs, Jean við hliðina á mér og Kim við hliðina á henni. Svo við vorum þarna, the big three, and me included. Tíhí. Very happy.

Reyndar var kvöldið ekki eins skemmtilegt. Það var fyrirlestur í Kólumbíu um nítjándu aldar líffræðikenningar um bókmenntir (eitthvað fyrir þig Quas), og eftir það var nokkrum boðið í mat í grískum veitingastað á 113. stræti. Fyrirlesturinn var skemmtilegur og hafði eitthvað að segja sem ég hafði ekki einu sinni hugmynd um að væri til (ekki það að ég er að monta mig, en það er sífellt sjaldnar sem þetta gerist þessa dagana. Humph. Ahem. Anyways...) en matarboðið eftir það var hræðilegt. Við vorum þarna, tuttuguogfimm talsins, þar af fimm graduate nemendur sem höfðu hlotið þann heiður að komast í matinn. Við Helen vorum sem sagt þarna, og Binna fékk aftur að sitja við enda háborðsins ásamt Helenu, Jenny Davidson, Julie Crawford og Amanda Claybough. Síðustu þrjár eru ungir prófessorar, ekki enn búnar að fá lífsráðningu og mjög competitive. Það var alveg greinilegt að þeim var ekki sama um að það var enginn hotshott í kringum þær. Höfuð deildarinnar var heilum fimm sætum fyrir neðan og enginn alvöru prófessor við okkar enda borðsins sem þær gátu smúsað upp við. Þetta voru sem sagt excruciating þrjár klukkustundir þar sem þær töluðu stundum við okkur, en oftast litu niður borðið með vonbrigðarglampa í augunum og ég og Helen sátum bara og reyndum að líta gáfulega út og borðuðum alveg hræðilega vondan mat. Gisp. Reyndar virðist þó Julie Crawford vera the best of the lot og hún er að vinna að efni sem ég hef áhuga á, það er sautjándu aldar kvennabókmenntir, svo ég fyrirgef henni. En hello! Hinar. Djeesus.

Og nú sit ég við tölvuna. Á að vera að reyna að komast yfir efnið fyrir tíma á morgun. Alveg busy dagur á morgun. Bæði þarf ég að mæta í skólann og lesa tvær bækur fyrir það, en einnig er ég bókuð í fyrirlestur um hádegið þar sem einhver lagaprófessor kemur og talar um hvernig ástandið er fyrir samkynhneigða í Bandaríkjunum í dag. Þarf reyndar einnig að lesa fyrir það. Gisp.

00:13

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur