fimmtudagur, nóvember 28
Bleugh. Ég er farin að halda að ég sé leið á að skrifa hérna. Er engan veginn að nenna að segja hvað ég hef gert undanfarna daga. Og það hefur verið mikil aksjón. Jemeina. Fór í aðalbókasafnið hérna í NY (þið vitið, þetta með ljónunum). Og horfði á Lord of the Rings aftur. Og er á leiðinni í þakkargjörðarpartí í kvöld hjá öllum útlendingunum í deildinni minni sem eru ekki farnir einhversstaðar í biblíubeltið hérna til að hitta fjölskyldurnar sínar eins og hálf newyorkborg. En nenni ekki að segja frá því. gisp. er farin að læra.
11:37