Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

miðvikudagur, nóvember 13
 
Annars er ég komin með Rochester æði þessa dagana. Var að lesa yfir BA ritgerðina mína aftur í fyrsta skipti í tvö ár (hin víðfræga "Siðapostuli eða Saurlífsseggur? Höfundarnafn Rochesters og skilningur á verkum hans" og kemur í ljós að hún er Geðsjúkt Léleg. Ah. Það sem við getum skrifað illa þegar við erum tuttuguogeins árs. Gisp. Er síðan búin að taka fimmtán bækur á bókasafninu hérna í Kólumbíu, bækur sem ég náði aldrei að lesa fyrir ritgerðina mína vegna þess að Þjóðarbókhlaðan átti þær ekki og ég hafði ekki efni á að kaupa þær (var ég búin að segja frá því að bókasafnið í Kólumbíu er á tíu hæðum, og það er aðeins eitt útibú af mörgum...). Er núna að lesa alveg hræðilega lélega nýja ævisögu um guttann. Ber sú heitið So Idle A Rogue og er ótrúlega léleg. Gæinn sem skrifar hana byrjar á því að segja í formálanum að hann hafi í rauninni engu að bæta við aðrar ævisögur sem komið hafa út, svo sem Vivian de Sola Pintos Rochester eða Graham Greenes Lord Rochester's Monkey. Af hverju er hann þá að skrifa? Nú, vegna þess að hann vill Sanna það að Rochester hafi þjást af ættgengri áfengissýki. Hann dregur inn upplýsingar úr poppútgáfum af bókum fyrir almenning um áfengissýki og potar þeim upplýsingum inn hér og þar í ótrúlega illa skrifaðan texta sinn. Phew. Gott að lesa svona bækur til að vita hvernig EKKI á að skrifa. En eitt er gott við bókina. Höfundurinn hefur alveg barnslegan áhuga og æsing fyrir efnisvali sínu og birtir þann áhuga í naívískum greiningum og upphrópunarmerkjum hér og þar (LOL. Minnir mig alveg á BA ritgerðina mína...). En fyrir þá sem hafa áhuga á að lesa meira um manninn sjálfan, um Lord Rochester, þá mæli ég með krækjusíðunni minni glæsilegu (þar sem þið getið auðvitað einnig skroppið yfir í æsandi heim Blóðsugubanans Buffyar) og þá sérstaklega með stórskemmtilegum kafla frá The Cambridge History of English and American History in Eighteen Volumes.

00:57

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur