Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

laugardagur, nóvember 30
 
Almáttugur. Ég ætla að láta ykkur einlægu aðdáendur mína vita að þið þurfið ekki að koma hingað fyrr en föstudaginn 13. desember næstkomandi. Afhverju föstudaginn þrettánda, nú vegna þess að þá á ég að vera búin að skila öllum ritgerðunum fjórum sem ég er ekki byrjuð á. Er komin í hörku ritstuð (smí) þar sem mér hefur tekist að eyða þakkargjörðarhátíðinni og fimm daga fríinu sem ég fékk í því tilefni í að gera ekki neitt nema:


  1. Heimsækja aðalbókasafn New York
  2. Heimsækja köttin hennar Alysonar fimm sinnum og gefa henni að borða
  3. Horfa á Lord of the Rings í þriðja skipti
  4. Lesa allar Harry Potter bækurnar aftur, í fimmta skiptið
  5. Horfa á sjö klukkustundur af Blóðsugubananum Buffy
  6. Fara í partí með sjö þriðjaársnemum sem ég þekki ekki neitt og eru óhugnanlega vel lesnir og vel að máli farnir
  7. Sofa


Og auðvitað hefur mér tekist að gleyma því að ég á eftir að skrifa ritgerðir um:


  1. Útópíanisma í Oroonoko eftir Öfru Behn
  2. Texta- og útgáfusögu Oroonoko ásamt samanburði þriggja frumútgáfna bókanna frá seinni hluta sautjándu aldar
  3. Viðtökur The Vindications of the Rights of Woman eftir Mary Wollstonecraft og þau áhrif sem ævisagan eftir eiginmanninn, William Godwin, hafði á skilning samtímamanna á kenningum hennar.
  4. Eitthvað mjög merkilegt sem á að tengjast höfundarnafni bókmenntafræðinga og kennivaldi þeirra í gegnum tíðina en ég get ekki greint meira frá þar sem ég hef hreint út sagt ekki græna hvað ég á að segja um það. Dreymir þó um að byggja upp nýja heimsmynd eins og Paul de Man gerði í grein sinni um Lucyljóð Williams Wordsworths og Cleanth Brooks gerði í bók sinni um Ode on a Grecian Urn eftir Keats. Ritgerðin mun þó væntanlega enda upp sem leiðinleg endursögn á kenningum með a hint of originality in its contexts. Bleugh.


Allt í állt, áttatíu blaðsíður á næstu tveimur vikum. Þetta þýðir að ég á ekki eftir að segja neitt fyrr en föstudaginn þrettánda. So until then, hasta la vista babies.

Jú og PS. HVER er með bókina mína Monsieur D'Eon Is a Woman: A Tale of Political Intrigue and Sexual Masquerade sem ég keypti árið 1997 og þarf loksins að nota núna í DAG. Grrr. Er að pæla í að setja upp lista á netinu yfir bækur forever lost from my library og láta þennan lista fara í gegnum tölfræðilega útreikninga og annað mumbo jumbo til að komast að því hvort þær eigi eitthvað sameiginlegt og þannig nálgast the intrepid bókaþjóf sem hefur fjarlægt svo marga fjársjóði úr bókasafni mínu.

23:26

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur