Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

fimmtudagur, október 31
 
Margir hafa haft samband við mig og viljað fá mynd af guði. Ég læt því hér með fljóta eina mynda af honum/henni/því.



Eins og með alla guði, þá hafa fylgjendur hans/hennar/þess eytt endalausum tíma í að greina og sálgreina tilvist guðs og reynt að komast að því hvað hann/hún/það stendur fyrir. Til þess að gefa ykkur nasasjón af þessum endalausu bollaleggingum, læt ég því einnig fylgja með eitt dæmi um hvernig Derrida stendur fyrir allt en á sama tíma ekki neitt.


Guillem Ramos-Poquí


Jacques Derrida er dáður af sumum heimspekingum en hataður af öðrum. Hann stofnaði afbyggingarhreyfinguna, sem þróaðist út frá frönsku formgerðarhreyfingunni í mannfræði, málfræði og heimspeki. Afbygging er nauðsynlegur stöpull í því sem við höfum seinna meir kallað póst-strúktúralisma, eða m.ö.o., póst-módernisma. Í þessu verki sjáum við andlit Derrida speglast í hringlaga speglasal, sal sem er skeyttur við Canary Warf turninn. Turninn er í London og í honum eru staðsett fjöldi dagblaða. Stjórn þessara dagblaða endurspeglast í orðunum sem fljúga á gluggunum í verkinu. Turninn hallar sér yfir texta. Yfir textann fljóta stafirnir W (fyrir enska orðið "W". En einnig má túlka þessa stafi sem öfugsnúning á stafnum M sem myndi standa fyrir franska orðið "Mot".) sem smátt og smátt breytast í fuglaberg. Þessir stafir/fuglar tákna hugmynd Derrida um frjálst flot orða. Í huga Derrida erum við alltaf föst innan veldi orðanna og þrátt fyrir rökhugsun og reynslu, komumst við aldrei handan þeirra til sannleikans. Derrida lýtur á tungumál og list sem sjálfstæð hugtök, ávallt í lausu lofti. Í neðri hluta verksins, í stöpli verksins, sjáum við skæri. Skæri með mottói Derrida "ekkert handan textans". Þessi skæri eru í þann mund að klippa gleraugu, eins og til þess að skilja að linsu staðreynda og linsu gildismats. Í auga/um Derrida eru allar merkingar ótryggar, eilíflega á hreyfingu, og algjörlega byggðar á túlkun einstaklingsins og samhengi samfélagsins. Það er aldrei hægt að finna grunn fyrir al-huglægni eða sam-samfélagslegri túlkun á list og hugmyndafræði. Að þessu leyti viðheldur Derrida róttækri afstæðishyggju gildismatsins sem einkennir einnig hina hefðbundnu Cartesísku hefð.

09:13

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur