fimmtudagur, október 24
Jæja. Nú hef ég ekki skrifað í langan tíma. Enda hef ég gengið á rósrauðu skýi síðan ég sá Derrida á mánudaginn og hef afar lítið gert. Reyndar hef ég svo lítið gert að núna er ég komin í panikkast yfir því sem ég er búin að lofa mér í núna næstu daga og vikur.
Item: þarf að fara í bíó þrisvar.
Item: þarf að fara á tvo mismunandi málþing
Item: þarf að bjóða fram þjónustu mína á morgun til að fara yfir háskólaumsóknir hjá "disadvantaged" menntaskólakökkum í NY.
Item: þarf að skrifa fjórar ritgerðir, eina stutta bókagagnrýni, og undirbúa tvo fyrirlestra
Item: þarf að fara í keilu í kvöld
Item: þarf að finna Halloween búning og velja Halloween partí (I know, me popular)
Item: þarf að fara í safnaferð um helgina
Item: þarf að kaupa bókaskápa, skjalaskápa og fataskápa
Item: þarf að týna allt draslið upp af gólfinu og setja í thessa theoretísku skápa
Item: er búin að skrá mig í sjö mismunandi tölvunámskeið næstu þrjár vikurnar. Sigh.
Item: örugglega eitthvað meira, en ég er með alveg hræðilega skipulagsgáfu svo ég er að gleyma því.