Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

sunnudagur, október 13
 
Jæja. Ég er að fríka út í kapaltengingunni minni nýju. Er núna búin að vera á netinu í fimm tíma, að gera ekkert sérstakt (nei ég er ekki ennþá búin að svara öllum bréfunum. Am working on it). Ég er meirað segja búin að horfa á íslenskar fréttir og Kastljós í gegnum ruv.is! Ah! Nútímatækni. Hvernig var hægt að lifa á netsins. Þetta er reyndar spurning sem virðist varla vera svar við. Ég man að þegar Unnur vinkona fór Danmörku árið 1996, þá skrifuðumst við reglulega á í gegnum póstinn. Ég skrifaði öll bréfin mín á ritvélina mína og ljósritaði þau til geymslu fyrir sagnfræðinganna þegar ég er rík, fræg og dauð. Síðan sendi ég þau með pósti. Unnur vildi hins vegar faxa öll bréfin sín, en ég þverneitaði að faxa mín þar sem mér fannst gaman að fá bréf í gegnum lúguna og fannst faxið vera svo "ópersónulegt". Oh these innocent times.

Ég get dagsett nákvæmlega daginn sem ég lærði á internetið. Ég var nýbyrjuð í sumarvinnu á Borgarbókasafninu og kynntist þar Gerði. Gerður var búin með eitt ár í bókasafns- og upplýsingafræði og vissi allt um þetta nýja fyrirbæri sem ég var búin að heyra svo mikið um: internetið. Hún hjálpaði mér að setja upp fyrsta tölvupóstfangið mitt 13. júní 1998. brynhildur@yahoo.com. Og eftir það var ekki aftur snúið.

Núna get ég ekki ímyndað mér lífið án internetsins. Ég geri allt á netinu. Ég finn upplýsingar um sýningar sem mig langar til að sjá, um almenn hugðarefni sem mér dettur í hug, um fólk sem ég er nýbúin að hitta, um gamla vini hér og þar í heiminum. Jafnvel námið mitt myndi þjást fyrir að vera ekki nettengd. Ég fæ aðgang að ógrynni greina og ljósmynda af gömlum handritum í gegnum bókasafnið í Kólumbíu og hluti af allri vinnunni hérna í skólanum gengur út á að taka þátt í nettengdri umræðu við aðra bekkjarfélaga um námsefnið.

Anyways, nóg um það. Fór í stórskemmtilegt teiti á föstudaginn í hálfvotri skyrtu. Það kvöld entist til níu laugardagsmorguninn. Eftir teitið frá Jon fórum við nokkur heim til mín og héldum áfram sukkinu. Þar heimtuðu þrír strákar að sanna karlmennsku sína með að drekka skot af brennivíni og borða hákarlinn sem Ása gaf mér þegar hún kom í heimsókn. LOL. Grey þeir. Og grey við þar sem ég þurfti að koma með tvær viftur inn í stofuna og opna alla glugga í íbúðinni til að losna við lyktina. Eftir partíið fórum við Alyson, John og Edward (latínuguttinn sem getur opnað flöskur með tönnunum) niðrí í miðbæ NY og fórum þar á alveg suddalegan stað sem spilar djass alla nóttina. Edward gafst fljótlega upp en við þrjú sátum þarna í þrjá tíma og hlustuðum á improv djass. Hittum þar skuggalegan gæja frá New Jersey sem Alyson sver fyrir að hafi verið mafíósi (leit út fyrir að vera það, var þannig klæddur og talaði í sífellu um "his connected friends") og undir lokin var Alyson komin upp á svið að syngja með djassistunum. Gengum út klukkan átta um morguninn og fengum okkur morgunmat áður en við sofnuðum í leigubílnum á leiðinni heim.

Laugardagurinn: gerði ekki neitt. understandably.

Sunnudagur: tók allar bækurnar upp úr kössunum mínum. Kemst að því mér til mikillar skelfingar að ég á ekki nándarnærri nógu margar bókahillur fyrir þetta fargan. Þarf að fara fiffa eitthvað til. Heng á netinu. Fleiri verkefni í dag: hætta á netinu. Taka til í skrifstofunni. Læra fyrir næstu viku. Elda kvöldmat. Hengja upp internettenginguna á vegginn svo Hailey pirrist ekki á snúrunum á ganginum (fjörutíumetra snúra, thankyouverymuch). Horfa á Angel og taka upp fyrir Ásu.

Ah. The busy life of a graduate student!

16:01

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur