miðvikudagur, október 30
Jæja. Það er smá panikattak í gangi hérna. Kemur í ljós að ég finn ekki social security skírteinið mitt. Bandaríkjamenn eru svo klikk. Í staðinn fyrir að gefa mér kennitölu, gefa þeir mér lítinn bleðil sem á stendur númerið. Og ef ég týni því er ég í vondum málum. Því að ég get ekki gert neitt með því bara að segja kennitöluna, heldur verð ég að sýna kortið... sem er einhversstaðar. Ég er auðvitað ekki enn búin að fá bókaskápa sem þýðir að pappírar og bækur flæða yfir gólfið. Og (gisp). Núna þarf ég að fara að grafa. Grrr.
23:12