föstudagur, október 11
Jæja LOKSINS LOKSINS LOKSINS. Jeg er komin með kapal. Jeg er búin að ganga um eins og pirrað ljón núna síðustu þrjá dagana vegna þess að mér tókst ekki að tengja tölvuna mína við netið. En eins og við vitum öll, þá er ekki hægt að halda snillingum lengi í kafi... Mér tókst það. Jibbí og jú. Mér tókst að tengja allt saman IP heimilisfang og TP eitthvað bla tengingu og MAC eitthvað sem jeg er ekki alveg viss hvað er etc etc etc. Og voila! Ég er komin með netið! Og þá tekur við löng seta við tölvuskjáinn til að svara öllum tölvubréfunum sem ég heff fengið síðustu mánuði og ég vona bara að ég hafi ekki móðgað neinn alveg hræðilega...
Mér hefur verið boðið í annað kokkteilboð (já, það er stanslaust stuð hérna í Kólumbíu). I þetta sinn fer ég til Jean Howard (sem er eldklár kona og mjög fræg og ætlar að fara yfir meistararitgerðina mína). Hún er búin að bjóða bekknum mínum til að koma til hennar og kjafta við Valerie Traub sem er að koma í heimsókn hérna í Kólumbíu til að kynna nýju bókina sína. Við erum reyndar að lesa þessa bók í tímunum hjá henni og höfum fengið það verkefni til að koma með fyrstu gagnrýni og grilla hana Valerie þegar við hittum hana. Jibbí. Ég er búin að finna þrjá veika punkta á strúktúr bókarinnar og ætla mér að nýta þá til hins ýtrasta til að afbyggja bókina.
Síðan hef ég fengið starf sem vefynja hjá Early Modern Society í Kólumbíu. Never heard of it? Don´t worry! Við vorum að stofna það. Þetta á að vera samfélag okkar nördanna sem fílum sextándu, sautjándu og átjándu öld og viljum hittast reglulega, drekka rauðvín og "talk shop". Allt á kostnað skólans, naturlich!
Kassarnir mínir komu í gær. Hann Weasel hjálpaði mér að bera þá upp og í staðinn gaf ég honum einn bjór, kjúklingaflatböku og leyfði honum að horfa á Batman Beyond teiknimyndina mína. Svaka stuð.
Og núna um helgina skrifa ég henni Helgu Kress. Don´t ask!
18:57