Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

sunnudagur, október 20
 
Hvað get ég sagt! Það var æðislegt á föstudaginn. Ég fékk algjöra overdose af feminískum fræðum. Dagurinn byrjaði um hádegið þegar allur fyrsti bekkurinn í enskudeildinni hittist í kynjafræðideildinni í Kólumbíu og hlustaði á fyrirlestur hjá Jean Howard (munið, sem ætlar að fara yfir meistaraprófsritgerðina mína) um sögu kvenna- og kynjafræði. Eftir það fór ég í tíma og talaði allan tíman um Virginíu Woolf og hvernig nútíma feministar hafa nýtt sér hana, notað og afneitað síðustu fimmtíu árin. Og eftir það fór ég á "the Met" (eins og við NYorkerar in the know köllum Metropolitan Museum of Art).

Þessi safnferð var í boði háskólans. Ég er nefnilega í tíma hjá Jean Howard þar sem við tölum um hvernig kyn og kynferði var skapað á sextándu og sautjándu öldinni og var þessi ferð farin til þess að stara á málverk frá þeim tíma og athuga hvernig kynferði er sýnt og/eða skapað af málurum þeirra tíma. Eftir viðburðamikla ferð í strætókerfi New York þar sem ég er næstum hent út úr strætó fyrir að hafa ekki nóg klink (í sakleysi mínu hélt ég að ég gæti borgað með peningaseðlum. sigh) hitti ég elsku Jean og bekkinn fyrir utan safnið og ég geng inn í mekka listarinnar í fyrsta skipti í fjögur ár. Ég get ekki lýst þessu safni og ætla ekki einu sinni að reyna það. Eins gott að ég verð hérna næstu sex árin til þess að geta komist yfir a.m.k. hluta af safninu.

En eitt þó: ég var að rölta í mesta sakleysi í einu af endalausu göngum safnsins. Við vorum á leiðinni frá herbergi fjögur yfir í herbergi ellefu til þess að finna einhverja boring mynd til að stara á... þegar... ég lýt upp... og þarna er hann--ROCHESTER. Ást lífs míns, maðurinn sem ég ætlaði að giftast fyrir tveimur árum. Ég stoppaði. Blóðið þaut upp í kinnarnar og ég starði agndofa og allur bekkurinn sem var fyrir aftan mig stoppaði eins og dómínókubbar. Í þessum litla gangi, ekki sérstaklega vel upplýstum, var málverkið sem ég hef séð í tugum bóka í mismunandi litum og prentgæðum. Bekkurinn glápti á mig þar sem ég stóð frosin og Jean bað mig um að segja eitthvað um þennan mann. Hvernig var það hægt. Ég gat ekkert sagt. Fyrir framan mig var maðurinn sjálfur og ég var í engu ástandi til að gera neitt nema horfa horfa og horfa. Ég stamaði: "Rochester. He was cool." Þögn. Ég sleit augunum frá málverkinu og leit í kringum mig á bekkjarfélaga mína sem biðu eftir að ég segði eitthvað meira og gáfaðra. Ég kyngdi, leit flóttalega í kringum mig, og rifjaði upp nokkra gullmola um manninn og ljóðin og manninn og manninn og ældi því upp úr mér. Og síðan fórum við. Að horfa á boring mynd af James I og nokkra silfurkaleika frá sextándu öldinni. Eins gott að háskólinn bauð okkur upp á dinner og rauðvín eftir á. Ég sat í kaffiteríunni í safninu, svolgraði í mig rauðvíni og reyktum lax og fíflablöðum og hugsaði um Myndina. O woman.

By the way, hérna er myndin:



La vie, c'est marveilleuse!

02:23

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur