mánudagur, október 14
Hmmm. Þegar ég gekk heim úr skólanum í dag gekk skuggaleg kona upp að mér. Ég byrjaði eins og venjulega að ganga hraðar, sneri höfðinu aðeins í áttina að henni, án þess þó að horfa á hana, og hristi höfuðið með afsökunarbros á vör. En mér tókst ekki að sleppa í þetta sinn. Hún talaði við mig og bað mig um hjálp að komast heim. Hún var nefnilega að koma úr sjúkrahúsinu þar sem hún var að sækja pillurnar sínar (er með eyðni) og hafði ekki pening fyrir leigubílnum sínum. Hún var þó glöð að hún ætti heima einhvers staðar þar sem fyrir tveimur árum var hún heimilislaus. Hvað get ég sagt. Ég gaf henni þrjá dali. Það minnsta sem ég gat gert. Og þegar ég kom heim þvoði ég hendurnar þar sem vinstri höndin mín snerti hennar þegar ég rétti henni peningana. Ég er svo vond. Ég er alveg á bömmer yfir þessu. Afhverju í ósköpunum fann ég fyrir þeirri ómótstæðilegu þörf að þvo hendurnar. Ég á að vita betur... i am a crreepy woman.
18:24