miðvikudagur, september 4
Jæja, núna er ég búin að lifa af tvo daga í skólanum. Ég ákvað eftir langa og stranga umhugsun að fara ekki í kúrsinn um miðaldir og heimsendi. Hann hefði verið massa áhugaverður, en hello! löt! Svo ég er kominn í stuttan og léttan kúrs um akademíska ritskoðun og textavalningu. Hann er kenndur af afargömlum manni, svo gömlum að húðin hans er gegnsæ og hann er því með blátt æðanet á andlitinu. Hvítt hárið klemmist við höfuðið og ég horfi andaktug á hann þegar hann byrjar að tala með karólínska (lesist: suðurríkja)hreimnum sínum. Mikið verður það nú gaman að ég get klambrað saman akademískum bókum þegar þessum kúrsi er lokið.
Ég er síðan kominn inn í áfangann sem mig langaði mest í, áfangann um kyn og kynferði 1500-1800. Kemur í ljós að það er ekki nægilegt að skrá sig í áfanga í framhaldsnámi. Nei, til að komast í áfangann þarf að fara í viðtal við kennarann sem síðan tekur ákvörðun um hvort hún vilji hafa yours truly í áfanganum eður ei. Ég eyddi því allri helginni í að velta því fyrir mér hvað ég ætti að segja við prófessorinn þegar á hólminn var komið (fyrir utan auðvitað að glápa á vídjó). Á þriðjudagsmorguninn rölti ég af stað með meiri magaverk en ég hef nokkurn tímann haft fyrir atvinnuviðtal (nema auðvitað þegar ég sótti um hjá félagsmálastofnun Reykjavíkur sem voru með tveggja klukkutíma viðtal um kynlífsreynslu, geðreynslu, fíkniefnareynslu, félagslega reynslu, fjölskyldureynslu, skólareynslu, o.s.frv. Fékk það starf reyndar ekki...). Ég man lítið hvað ég sagði við háæruverðuga Jean Howard, Professor in Literature and Women's Studies. En hún var næs. Komst inn. Whoopee.
Vildi síðan koma því á framfæri að ég er ekki mjög hress í garð fjölskyldu minnar þessa daganna. Var að tala við einn strák sem var að byrja í meistaranáminu með mér. Hann heitir Edward, lítur út eins og smávaxinn Matthew McConaughey með há kollvik (rrrggh mjá!), talar eins og suddalegur breskur aristókrati og lærði latínu frá sex ára aldri til fjórtán ára aldurs. Pabbi, pabbi, ó pabbi! Af hverju lærði ég ekki latínu í Ísaksskóla? Lýt á þetta sem barnavanrækslu af hæsta stigi. AAaaaarrrrgh.
Er núna að reyna að koma myndum upp á netið í gegnum FTP aðganginn sem ég var að fá í gegnum Kólumbíuháskóla. Update later.
22:26