þriðjudagur, september 17
Á horni hússins míns er staðsett lítið deli. The Olive Tree Deli. Deli er semsagt (fyrir öll ykkur ódanneruðu sem vita þetta ekki) bandaríska hliðstæðan við sjoppuna. Eini munurinn á henni og sjoppunni er það að í staðinn fyrir myndbönd er hægt að fá samlokur úr kjötborðinu og í staðinn fyrir nammi er hægt að fá grunnmatvörur (hmmm... er líkingin mín dottin um sjálfa sig? No matter!).
Hver íbúi New York hefur sitt neighborhood deli og mitt er þetta fyrrnefnda Ólífutrjásdelí. Að mörgu leyti er þetta deli í engu frábrugðið öllum hinum þúsundunum í borginni. Það selur þrjátíu tegundir af gosdrykkjum en aðeins eina gerð af mjólk. Það selur fjórtán tegundir af morgunkorni, það heilbrigðasta Honey Nuts Cheerios. Það hefur pakistönsku afgreiðslumennina sem eru vinalegir og skrafræðnir ef á stundum stríðnislegir (þið verðið að skilja það að þegar ég nota orðið "stríðnislegir" í þessu samhengi, þá er ég ekki að nota það í þeirri merkingu sem hún er algengust fyrir okkur sem eru komin á fullorðinsár. Þ.e. ekki í merkingunni "hún brosti stríðnislega" eða "hann hafði stríðnislega glampa í augunum". Nei. Í þessari merkingu vísar orðið "stríðni" beint til hálfgleymdra æskuára okkar, þegar stríðni var eitthvað mikið meira en bara glettni og skop. Í heimi krakka er stríðni stórhættuleg. Hún segir til um hver staða barnsins er innan krakkasamfélagsins og er beitt vopn í innbyrðis valdabaráttu þeirra. Stríðni er beitt markvíslega til að viðhalda ákveðinni elítu meðal krakkasamfélagsins á kostnað annarra. Orðið "stríðnislegur" í huga barnsins er ekki skemmtilegt samheiti fyrir "kankvíslegur" heldur felur hugtakið í sér gífurlegan ótta við samfélagslegt áreiti, samfélagslega hegningu og felur í sér ógnina að stríðnin mun seinna meir vinda upp á sig í líkamlegt áreiti. --- Úps. Ég held ég sé komin langt út fyrir efnið. Nú þegar ég les aftur þetta sem skrifað er innan þessa sviga (en eins og við vitum öll, þá er sviginn rof á rökrænni framvindu textans. Sviganotkun felur í sér svo mikið brot á heildinni að óneitanlega verður höfundur fyrir mikilli freistingu að segja þar það sem ekki má í Le Texte Propre. Ó boy. I'm doing it again!), þá virðist mér sem ég sé búin að gleyma því sem ég ætlaði upphaflega að segja. Samfélagsleg hegning og samfélagsleg ógn. Elíta og valdabarátta samfélagsins. Puh-lEEse. Ég held ég sé búin að vera einum of lengi við lesturinn í marxískum kenningarfræðum og strúktúralískri setningarfræði. Hvert var ég annars komin? Já: "Það [delíið] hefur pakistönsku afgreiðslumennina sem eru vinalegir og skrafræðnir ef á stundum stríðnislegir") þegar þeir draga fram poka og segja: "It's one dollar for the bag" eða þegar þeir segja "I'm sorry. But we are all out of tuna sandwiches. Just kidding!" og draga í sömu anddrá fram túnasamlokuna sem þeir földu á bak við sig.
Já, við skiljum hvort annað, ég og dellíið mitt og starfsmennirnir þeirra. Ég kalla þá "pakistönsku guttana í sjoppunni" og þeir kalla mig "Iceland". Það á meiraðsegja bröndóttur köttur heima þar, kallaður Isabella og sefur í grænmetinu. All in all, it's a match made in heaven!
11:03