Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

sunnudagur, september 8
 
Íbúðarhúsið mitt er staðsett beint á móti The Manhattan School of Music. Þegar ég uppgötvaði það fyrst fannst mér það algjört æði. Auðvitað er kúl að búa við hlið stofnanna sem draga að sér hæfileikaríkt ungt fólk hvaðanæva úr heiminum. En kötturinn var ekki lengi í rjómapottinum. Kemur í ljós að ópera er hluti af tónlistargreininni. Og það er ógrynni af ungum óperusöngvurum sem flykkjast hingað til NY til að læra að syngja. Og einhvern veginn finnst mér eins og að áttatíuogfimm prósent af þessum óperusöngvurum séu sópransöngkonur. Daginn út og daginn inn berast inn um gluggann okkar aríur eftir hina og þessa stórlaxa, sungnar með skærri og háværri rödd dívanna.

Granted, þá er betra að heyra óperusöng heldur enn stöðugan kliðinn í neðanjarðarlestinni sem kemur upp ofanjarðar hundrað metra frá stofuglugganum mínum. Það er aðeins eitt. Bandaríkjamenn eiga ógrynni af hundum. Á hæðinni okkar eru t.d. sex íbúðir og þrír hundar. Hver einasti nágrannahundur minn finnur því til eðlislægrar löngunar að taka undir í Aidu-wannabeunum hérna beint á móti. Ýlfur og gól samtvinnast við ljúfa tóna sóprananna.

Ég verð þó ekki til að kvarta. Ég er líklegast ekki vinsælasta manneskjan í blokkinni núna í dag. Núna síðasta föstudag fór ég í meistarabekkinn minn. Meistarabekkur er námskeið sem allir meistaranemar í enskudeildinni þurfa að taka til að fá meistarapróf. Og einhvern veginn varð það úr að nokkur okkar fóru að fá sér drykk eftir á. Og síðan í kvöldmat. Og síðan í partí til li'l ol' me með stuttri stopp í vínbúðinni.

Það var stöðugt stuð til klukkan sex um morguninn þegar síðasti gesturinn fór heim. Þetta partí var svo tryllt að undir lokin var vínflaskan sem ég hafði fengið í gjöf frá Sigga hérna um daginn var farin að ganga á milli allra og enginn hafði fyrir því að finna glös. Og kemur í ljós að latínuaristókratinn og Matthew-lúkkalækinn minn reykir eins og strompur, þar sem honum tókst að stúta tveimur pökkum á fjórum tímum (I watched in awe and wonder), opnar bjórflöskur með tönnunum og dansar jafnvel við Edith Piaf og The Supremes. En hann er enn smávaxinn.

18:46

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur