mánudagur, ágúst 19
Þetta er alveg gífurlega átakanleg saga. Ég vara allar viðkvæmar sálir við að halda áfram lestrinum...
Grey Bobby. Bobby týndist fyrir tveimur mánuðum frá heimili sínu í Long Island. Eigandi Bobbys, Diane, brotnar niður af sorg og gráti. Bobby, tveggja ára Golden Retriever er ljós augna hennar og dálæti alls nágrennisins. Hvernig á Diane nokkurn tímann eftir að geta lifað án Bobbys?
Kemur til söguna Paula. Paula, gæludýramiðill (pet psychic) hefur verið að fá dularfull skilarboð að handann þar sem Bobby vælir ámátlega og krafsar. Paula sér hins vegar ekki Bobby þar sem bjart ljós blindar augu hennar. Hins vegar er alveg ljóst að Paula á eftir að finna Bobby, á endanum...
Diane grípur í Paulu, síðustu líflínu Bobbys, lífsförunauts Diane. Við tekur tveggja mánaða átakanleg leit að hundinum. Þær virkja lókal fréttastöðvarnar á Long Island, mjólka alla "human interest" dálka bleðlanna, þar til að lokum, success. Paula vaknar upp af martröð. Þar sér hún Bobby, ekki lengur silkimjúka gyllta gæludýrið sem hann var fyrir tveimur mánuðum heldur ámátlegur flækingshundur með svöðusár á einum fæti og dauð hunguraugu. En kraftaverkið hefur gerst. Augu Paulu eru ekki lengur blinduð af ljósinu. Hún sér staðsetningu Bobbys, bílaverkstæði í nágrenninu.
Eftir tveggja mánaða aðskilnað fá Bobby og Diane loksins að faðma hvort annað.
Courtesy of: Miracle Pets á stöð fimmtán.
Leikendur: Ekta þáttakendur í harmleiknum.
10:15